I Rafmagn & Hleðsla
Rafmagn & hleðslustöðvar
Bestverk leggur áherslu á byggingu hleðslustöðva fyrir fjölbýlishús og fyrirtæki um land allt. Með auknum fjölda rafmagnsbíla hefur myndast þörf fyrir hleiðslustöðvar við fjölbýli og vinnustaði. Lausnir okkar henta íbúðareigendum, sumarhúsaeigendum, húsfélögum, fyrirtækjum og stofnunum jafnt sem sveitarfélögum. Við byrjum á að skoða hvaða möguleikar eru í boði og finnum heppilega lausn. Oft er um að ræða einfalda framkvæmd sem felur í sér minniháttar breytingar á töflu eða öðrum innviðum. Í öðrum tilfellum getur verið um að ræða breytingar í aðaltöflu, gröft fyrir lögnum eða álagsstýring fyrir heimtaug. Hleðslustöðvaverkefni, þ.m.t. innviðavinna er ýmist unnin í tímavinnu eða á föstu verði eftir óskum verkkaupa.

Vinsamlega sendið fyrirspurn á okkur og við munum hafa samband um hæl. Þá komum við á staðinn, gerum ástandsskoðun og metum umfang verkefnis í heild.  
Kalkofnsvegi 2,
101 Reykjavík
s. 416-8000
bjorgvin@bestverk.is
Double Click to Edit
Double Click to Edit