I Um okkur
VIð erum samhent teymi reyndra iðnaðarmanna, hönnuða, ráðgjafa og verktaka sem vinnum saman að fjölbreyttum verkefnum bæði hér heima á Íslandi og á norðurlöndunum.
Hönnun og ráðgjöf
Öll mannvirki byrja sem hugmynd. Er verkefnið þitt hugmynd, enn á teikniborðinu eða lengra komið? Hjá Bestverk starfa hönnuðir og ráðgjafar sem breyta hugmyndum þínum í fagteikningar og verkáætlanir - og þaðan í mannvirkið sem þú sást fyrir þér.
Fagmenn í hverju rúmi
Hjá Bestverk starfa iðnaðarmenn og verkamenn með víðtæka reynslu í byggingum mannvirkja. Deildum fyrirtækisins er stjórnað af verkfræðingum og meisturum í hverju fagi; húsasmíði, rafvirkjun, pípulögnum, málningar- og dúklagningum. Þá vinnum við með samstarfsaðilum sem styrkja okkar menn á þeim sviðum sem eru utan okkar sérfræðikunnáttu.
Fjölbreytt verkefni
Bestverk sinnir bæði smáum og stórum verkefnum. Viðskiptavinir okkar eru fyrirtæki og einstaklingar um allt land. Við vinnum oft í samstarfi við aðila í bæjarfélögum utan sem innan höfuðborgarsvæðisins. Þá getum við tekið að okkur framkvæmdir úti á landi með stuttum fyrirvara þegar við á. Við tökum einnig að okkur verkefni fjarri byggðakjörnum en starfsmenn okkar mæta á staðinn og búa í húsbílum frá Penguin meðan á verkinu stendur.
Kalkofnsvegi 2,
101 Reykjavík
s. 416-8000
bestverk@bestverk.is
Double Click to Edit
Double Click to Edit